is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11228

Titill: 
  • Ímynd og aðdráttarafl. CCP sem mögulegur framtíðarvinnustaður nemenda við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands
  • Titill er á ensku Image and Attractiveness. CCP as a possible future workplace for students at University of Iceland and Iceland Academy of Arts
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flest fyrirtæki leitast eftir því að hafa jákvæða ímynd og vilja laða að sér hæfa umsækjendur. Ritgerð þessi fjallar um hvernig ímynd fyrirtækja getur haft mismunandi áhrif á aðdráttarafl þeirra sem vinnustaðar. Þessi ritgerð er rannsókn á því hversu líklegt nemendur við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands telji að þeir muni sækja um starf hjá fyrirtækinu CCP og hvort að ímynd þeirra á CCP hafi áhrif á ákvörðunina. Áður en rannsóknin var framkvæmd, var farið í að skilgreina ýmis hugtök fræðilega. Þessi hugtök voru meðal annars fyrirtækjaímynd, mannauður, ferli mannauðsstjórnunar og ólíkar kynslóðir. Það er gert svo lesandi átti sig betur á efni rannsóknarinnar. Fyrirtækið CCP var tekið fyrir og fjallað um það út frá starfsmannastefnu, starfsmannamálum og fyrirtækjamenningu.
    Rannsóknin var megindleg og í formi spurningarkönnunar sem var send út á nemendur Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Í fyrri hluti könnunarinnar voru nemendur spurðir um ímynd þeirra á CCP sem mögulegum vinnustað og í síðari hluta hvort að þeir hefðu áhuga á að sækja um starf hjá CCP og ef ekki, þá af hverju ekki.
    Rannsóknarspurningin sem leitast var svara við er : Hefur ímynd CCP áhrif á það hvort nemendur Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands hafi áhuga á að sækja um starf hjá CCP að loknu námi?
    Helstu niðurstöður voru þær að CCP hefur almennt góða ímynd á meðal nemenda skólanna tveggja en flestir nemendur telja þó ólíklegt að þeir muni sækja um starf hjá CCP að loknu námi. Ástæður þess eru þó nokkrar og verður betur fjallað um þær í niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS. Ímynd og aðdráttara_fl.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna