is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15284

Titill: 
  • Umfangsmat með sögupunktum. Raundæmisrannsókn á Scrum verkefni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfangsmat með sögupunktum er algeng aðferð í hugbúnaðarverkefnum sem eru unnin eftir kvikum aðferðum. Í áætlanagerð er hraði teyma og sögupunktar notaðir til að meta tímalengd verkefna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða samband milli sögupunkta annars vegar og áætlaðra tíma, unninna tíma og vinnslutíma hins vegar. Einföld línuleg aðhvarfsgreining var valin til þess að skoða sambandið og aðhvarfsjöfnur settar fram. Gögn úr verkefni frá íslensku fyrirtæki voru notuð til að framkvæma aðhvarfsgreininguna. Fyrirtækið notar Scrum í hugbúnaðargerð og umfangsmetur með sögupunktum. Helstu niðurstöður voru þær að samband sögupunkta við áætlaða tíma er hægt að nýta til þess að spá fyrir um fjölda sögupunkta verkefna sem hafa eingöngu verið metin í klukkutímum. Samband sögupunkta við unna tíma er gagnlegt til þess að meta þróunarkostnað hugbúnaðarverkefna. Aðhvarfslíkanið er notað til þess að spá fyrir um fjölda klukkutíma sem er á bak við verkefni sem er af ákveðinni sögupunktastærð. Í ljós kom að um það bil helmingur tímans í þróun fór í að vinna umfangsmetin verkefni, hinn helmingurinn fór í fundi, villulagfæringar og úrbótamál. Ef sögupunktar eru notaðir til þess meta þróunarkostnað er þetta vinna sem þarf að gera ráð fyrir. Samband sögupunkta við vinnslutíma er hjálplegt til að brjóta verkefni niður í viðráðanlegar einingar.
    Lykilorð: Kvik hugbúnaðargerð, sögupunktar, aðhvarfsgreining, áætlanagerð, Scrum.

  • Útdráttur er á ensku

    Story point estimation is common practice used in agile software projects. Story points and team velocities are used inn agile planning to estimate project duration. The purpose of this study was to examine the relationship between story points and planned hours, actual hours and cycle time. Simple linear regression analysis was selected to evaluate the relationship. Data from a single project from an Icelandic company was used to execute the regression analysis. The company uses Scrum and story point estimation in software development. The main results from the study are that relationship between story points and planned hours can be used in practice to estimate project size in story points by using planned hours. Development cost estimation can benefit from knowing the relationship between story points and actual hours. Regression equations are then used to predict number of actual hours behind project of specific size. About half of the development time was spent on projects estimated in story points for the project analysed in this study. The other half was spent in meetings, bugs and improvements. That must also be considered when estimating development cost of projects based on story point estimation. Knowing the relationship between story points and cycle time can be helpful when selecting manageable project size to complete in one sprint.
    Keywords: Agile, story points, regression analysis, planning, Scrum

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Sigurjónsson MS.pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna