is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15363

Titill: 
  • Óframkvæmd hjúkrun á legudeildum lyflækninga skurðlækninga og gjörgæslu á Íslandi: Lýsandi rannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar. Óframkvæmd hjúkrun eða missed nursing care, er hugtak sem nær yfir þær hjúkrunarathafnir sem sjúklingar þarfnast en er sleppt eða seinkað að hluta til eða öllu leiti. Óframkvæmd hjúkrun ógnar öryggi sjúklinga og tengist neikvæðum þáttum svo sem minnkaðri starfsánægju og áformum hjúkrunarfólks um að segja upp starfi sínu.
    Tilgangur. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á tíðni og orsakir óframkvæmdrar hjúkrunar á legudeildum lyflækninga, skurðlækninga og gjörgæslu á Íslandi og hvaða munur er á mati hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á óframkvæmdri hjúkrun. Óframkvæmd hjúkrun er nýlega skilgreint viðfangsefni og er rannsóknin sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
    Aðferð. Rannsóknin var megindleg lýsandi þversniðsrannsókn þar sem íslenskri þýðingu MISSCARE spurningalistans var dreift til allra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á legudeildum lyflækninga, skurðlækninga og gjörgæslu á öllum sjúkrahúsum á Íslandi. Spurningalistinn byggir á sjálfsmati þátttakenda á óframkvæmdri hjúkrun á þeirra deild. Spurt er um bakgrunnsbreytur, algengi óframkvæmdrar hjúkrunar og ástæður fyrir óframkvæmdri hjúkrun. Nothæf svör bárust frá 566 þátttakendum. Gögnin voru greind í SPSS.
    Niðurstöður. Sú hjúkrunarathöfn sem þátttakendur greindu oftast frá að væri óframkvæmdar var aðstoð við hreyfingu þrisvar á dag eða samkvæmt fyrirmælum. Hjúkrunarfræðingar greindu frá marktækt meiri óframkvæmdri hjúkrun en sjúkraliðar. Algengast var að þátttakendur greindu frá mönnunartengdum ástæðum fyrir óframkvæmdri hjúkrun á deildum, því næst ástæðum tengdum aðföngum og að lokum ástæðum tengdum samskiptum.
    Ályktun. Algengt er að starfsfólk hjúkrunar sleppi eða seinki hjúkrunarathöfnum á sjúkrahúsum á Íslandi. Mikilvægt er að nýta niðurstöður rannsóknarinnar til frekari rannsókna svo hægt sé að finna leiðir til að bregðast við óframkvæmdri hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi.
    Lykilorð: Óframkvæmd hjúkrun, hjúkrun sem er sleppt, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, hjúkrunarathöfn, sjúkrahús.

  • Research Background: Missed nursing care is a concept referring to required patient care that is omitted, either in part or in whole, or delayed. Missed nursing care threatens patient safety and is related to negative outcomes such as lesser job satisfaction and intention to leave among nursing staff.
    Objective: The aim of this study is to shed light on the frequency and reasons for missed nursing care in Icelandic surgical, medical and intensive care inpatient units and determine the difference between nurses and nursing assistants´ evaluation of missed nursing care. Missed nursing care is a recently defined concept and this study is the first of its kind in Iceland.
    Method: The study was a quantitative descriptive cross-sectional study in which the Icelandic translated version of the MISSCARE questionnaire was distributed to all registered nurses and nurse assistants in surgical, medical and intensive care inpatient units in every hospital in Iceland. The questionnaire relies upon participant self-report on missed nursing care on their unit. Participants answer questions on background variables, the amount of missed nursing care and reasons for missed nursing care. Useable answers were collected from 566 participants. Data were analyzed in SPSS.
    Findings: The most frequently missed nursing care activity reported by participants was ambulation three times per day or as ordered. Nurses reported significantly more missed care than did nursing assistants. Labor resources were reported to be the most prevalent reason for missed nursing care, followed by material resources and communication resources.
    Conclusion: A significant amount of missed nursing care occurs in hospitals in Iceland. It is important to use these results for further research on missed nursing care for developing ways to respond to missed nursing care in hospitals in Iceland.
    Keywords: Missed nursing care, omitted nursing care, nurse, nursing assistant, nursing activity, hospital.

Styrktaraðili: 
  • Félagsstofnun stúdenta
Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ofr_hjukrun_bjork_lokaeintak.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna