is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15403

Titill: 
  • Aldursbundið beintap meðal karla og kvenna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Beinþynning er algengur og alvarlegur sjúkdómur einkum meðal kvenna eftir tíðahvörf og er talið að minnkuð þéttni kynhormóna eigi stóran hlut að máli. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tap á beinþéttni með aldri og tengsl þess við kynhormóna og aðra þætti meðal heilbrigðra karla og kvenna á Íslandi.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggðist á gögnum úr þversniðsrannsókn sem var framkvæmd á tímabilinu janúar 2001 til og með janúar 2003. Þýðið var slembiúrtak íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem fæddir voru á árunum 1916 til 1972. Beinþéttni og líkamssamsetning var mæld með DEXA, hæð og þyngd mæld og upplýsinga um lífstíl og heilsufar aflað með spurningalista og blóðrannsóknir framkvæmdar er tóku til þátta sem tengjast kalsíum- og beinabúskap. Útilokaðir voru einstaklingar með sjúkdóma eða lyf sem geta haft áhrif á beinþéttni. Spearman fylgnistuðull og fjölþátta línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að kanna tengsl beinþéttni og aldurs við aðra þætti.
    Niðurstöður: Af 1007 þátttakendum voru 517 konur (51,3%). Miðgildi (spönn) aldurs var 50,8 (29-87) ár hjá konum en 56,8 (29-87) ár meðal karla. Einþátta greining sýndi að beinþéttniminnkun hófst um miðjan aldur hjá konum en hjá körlum nær sjötugu og var fylgni við aldur mjög sterk, r=-0,649, p<0,001 hjá konum og r=-0,300, p<0,001 hjá körlum. Aldur hafði einnig mikla fylgni við flestar breytur sem skoðaðar voru í tengslum við beinþéttni, þar með talið PTH (r= 0,177 p=0,001), cystatín C (r= 0,478, p<0,001), 25OH-D vítamín (r= 0,173, p<0,001), gripstyrk (r= -0,371, p<0,001), frítt estradíol (r=-0,293, p<0,001), og frítt-testósterón (r=-0,415, p<0,001). Við fjölþátta greiningu þar sem leiðrétt var fyrir aldri, líkamsfituhlutfalli, fitulausum massa, reykingum, og styrk PTH og 25OH-D vítamíns í sermi fundust engin marktæk tengsl milli beinþéttni og annarra þátta meðal kvenna en hjá körlum fundust tengsl beinþéttni við gripstyrk (staðlað β= -0,138, p=0,029) og líkamsrækt (staðlað β=0,94, p=0,029). Ef aldur var undanskilinn voru marktæk tengsl meðal karla við frítt-testósterón (staðlað β= 0,220, p=0,005) en ekki fundust tengsl milli beinþéttni og þéttni estradiols, hvorki meðal karla né kvenna.
    Ályktanir: Þættir sem taldir eru hafa áhrif á beinþéttni sýndu einnig mikil tengsl við aldur og er því erfitt að átta sig á hvaða aldursbundnu breytingar stuðli helst að minnkandi beinþéttni. Niðurstöður okkar benda þó til að þeir þættir séu mismunandi milli kynja og að dvínandi styrkur kynhormóna geti átt hlutverki að gegna.
    Listi yfir sk

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aldursbundið beintap karla og kvenna á Íslandi.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna