is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17169

Titill: 
  • Hvað var gert fyrir börnin í Reykjavík kringum aldamótin 1900?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að vera barn í Reykjavík um aldamótin 1900 var ekki auðvelt hlutskipti. Lítið var um útivistarsvæði, leikvelli eða leiksvæði fyrir börn og sú hugmynd að börn þyrftu að fá að vera börn, með öllu sem því fylgir átti ekki mikið upp á pallborðið. Börnin virðast hafa verið fyrir þeim fullorðnu, nánast allsstaðar. Sem betur fer fyrir þau birtust menn á sjónarsviðinu sem gerðu sér grein fyrir því að börn þurftu að fá útrás fyrir athafnarsemi sína og félagsþörf, þ.e. að vera í félagsskap annarra barna. Frumkvöðlar þessir lyftu grettistaki fyrir börnin og unglingana í Reykjavík þannig að enn þann dag í dag sjáum við afrakstur þessara manna.
    Prestum og prestlærðum var best treyst til þess að sjá um börn og unglinga og var það til að mynda einn slíkur Friðrik Friðriksson sem að öðrum ólöstuðum hóf starf meðal barna og unglinga. Hann kom heim 1898 frá námi í Kaupmannahöfn og hóf nám í Prestaskólanum. Hann stofnaði að danskri fyrirmynd KFUM og K., kristilegt félag ungra manna og kvenna. Þetta var nýung fyrir börnin hér á landi, að fá að koma saman, þó svo að þetta væri í nafni trúarinnar, á forsendum Friðriks. Friðrik stofnaði hóp af mun yngri börnum heldur en tíðkast hafði áður í Evrópu og í raun hvar sem var í heiminum þar sem unglingar komu saman í nafni hins kristilega félags og var náið fylgst með hvernig til mynda takast. Þetta var þar af leiðandi merkilegt frumkvöðla starf sem hófst hér á landi.
    Um svipað leyti og Friðrik var að sinna sínu, þá tóku sig saman nokkrir ungir menn og stofnuðu íþróttafélög og ungmennafélög fóru að spretta upp um allt land stuttu síðar. Stúlkur sem yfirleitt höfðu verið hafðar útundan voru drifnar með og var það nýjung hér á landi. Allt þetta góða starf var í upphafi unnið í sjálfboðaliðsstarfi af fólki sem virðist hafa skilið að eitthvað varð að gera fyrir börn og unglinga, svo þau færu ekki beint í sollinn eins og sagt var.
    Íslendingar voru eftirbátar hinna Norðurlandanna varðandi fræðsluskyldu, en hún komst ekki á fyrr en 1907. Áður var það foreldranna að sjá til þess að börnin lærðu að lesa, draga til stafs og reikna en prestar landsins áttu að hafa eftirlit með kunnáttu barnanna. Misbrestur gat verið á því, því enginn hafði eftirlit með prestunum.
    Mikil gróska var í allskonar félagsmálum í kringum aldamótin 1900, og vafalítið hefur sjálfstæðisbaráttan blásið mönnum kjark í brjóst til framkvæmda. Deilur voru innan kirkjunnar um þetta leyti en þeim virðist hafa verið ýtt til hliðar því ekkert mátti skyggja á göngu okkar til sjálfstæðis. Ekki mátti spyrjast út að landsmenn stæðu í einhverjum deilum hverjar svo sem þær voru, það liti ekki nógu vel út út á við. Þannig að þær voru ekki leystar, spurning hvort þær eru enn leystar.

Samþykkt: 
  • 20.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Elísabet Ólafsd. endanlegt.pdf510.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna