is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17428

Titill: 
  • Titill er á frönsku La vie au bord de la mer
  • Lífið við sjóinn : Fáskrúðsfjörður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um tengsl Fáskrúðsfjarðar og Frakklands sem hófust með fiskveiðum Frakka við Íslandsstrendur á 19. öld og stóðu allt fram á þá 20. Markmiðið er að skoða:
    1. Hvernig þróaðist byggðin samhliða frönsku sjómönnunum?
    2. Hvar er hjarta bæjarins eða hinn svokallaði miðbær í dag?
    3. Hvert er sérkenni þessa bæjar?
    4. Hvernig er hægt að gera bæinn að áhugaverðum fransk/íslenskum bæ sem auðgar mannlífið, bætir samgöngur og dregur að ferðamenn?
    Byrjað er á því að skoða sögu Fáskrúðsfjarðar með sérstaka áherslu á þann tíma er frönsku sjómennirnir dvöldu á svæðinu. Ennfremur er bæjarfélagið greint eins og það er í dag en Fáskrúðsfirðingar hafa löngum kennt bæinn sinn við Frakkaland og halda á hverju sumri franska daga því til heiðurs.
    Í þessu verkefni eru skoðaðir náttúrufarslegir og byggðarfarslegir þættir svæðisins, skipulag bæjarins og uppbygging þéttbýlisins greind m.a. út frá kenningum Kevins Lynch, með vettvangsferðum á svæðið og með eigin greiningu höfunda. Stuðst er við loftmyndir og ljósmyndir af bænum og tekin eru viðtöl við heimamenn. Ennfremur eru sjávarþorp í norður Frakklandi skoðuð út frá skipulagi og efnisvali.
    Niðurstöður sýna augljós tengsl við Frakkland, í bænum er að finna franskt sjóminjasafn, franskan grafreit, franska spítalann og íslensk/frönsk götunöfn en flest annað í bæjarfélaginu minnir á dæmigert íslenskt sjávarþorp. Frakkland er þó sterkt í hugum manna á Fáskrúðsfirði og augljóst að tengslin eru íbúum kær en þau lifa frekar í hjörtum og minningum manna og þeim vinatengslum sem enn er haldið við Frakkland í dag en að vera augljós aðkomufólki við fyrstu sýn. Einnig er ljóst að vera Frakka á Fáskrúðsfirði hafði heilmikið að segja um stækkun og þróun bæjarins en bærinn tók að vaxa og eflast til muna með veru þeirra.
    Út frá greiningarvinnu eru svo gerðar tillögur að endurmótun aðkomu að bænum með frönskum áhrifum, lögð til ný staðsetning og hannaður göngustígur að gamla franska grafreitnum sem tengir hann betur við bæinn, gerðar eru tillögur að betri götumynd aðalgötu bæjarins sem og lagðar fram tillögur að úrbótum á gatnatengingu fyrir gangandi vegfarendur. Einnig teljum við bænum til framdráttar að koma fyrir upplýsingaskiltum um sögu bæjarins við aðalgötuna sem leiðir vegfarandann áfram frá aðkomu að grafreitnum, með sérstakri áherslu á sögu eldri húsanna við götuna. Reynt er að sameina kosti notagildis og fegurðar með því að nota íslensk hráefni í sköpun fransks/íslensks samfélags sem auðga mun mannlífið og gera Fáskrúðsfjörð að áhugaverðari stað fyrir bæði heima- og ferðamenn.

Samþykkt: 
  • 5.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17428


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2012_BS_Audur_og_Sigridur.pdf48.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna