is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18206

Titill: 
  • Raunvilnanir: Virðismat Fitcloud
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eitt helsta sérkenni frumkvöðlaverkefna er óvissan um framtíð þeirra. Það er erfitt að segja til um hver viðbrögð markaðarins verða og mikil óvissa sem fylgir því til hvers frumkvöðlaverkefni leiða. Stundum leiða þau til mikils ávinnings, stundum til alls annars en séð hafði verið fyrir eða einfaldlega enda mjög illa með miklu tapi. Þessi óvissa gerir virðismat þessara verkefna snúið. Það er því mikilvægt að velja virðismatsaðferð sem gefur frumkvöðlum og fjárfestum sem nákvæmastar upplýsingar um framtíðina.
    Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að athuga hvort að aðferð raunvilnana væri góð leið til að virðismeta hugbúnaðarverkefnið Fitcloud en einnig hvort hún væri góð leið fyrir virðismat frumkvöðlaverkefna yfir höfuð og hversu nákvæmari upplýsingar hún gefur umfram aðrar aðferðir.
    Í ritgerðinni er farið yfir fræðilega nálgun á aðferðum raunvilnana og þeirri aðferð beitt á raunverkefni. Kynntar eru helstu tegundir raunvilnana og hvaða aðferðir eru helst notaðar við virðismat þeirra. Aðferðin er síðan notuð við virðismat á frumkvöðlaverkefnið Fitcloud. Við virðismat Fitcloud var notuð vilnunin að stækka verkefnið, frá því að vera aðeins á íslenskum markaði yfir í að færa út kvíarnar til Kaupmannahafnar. Notast var við tvíliðutré með áhættuhlutlausri verðlagningu.
    Helstu niðurstöður eru að með því að virðismeta einungis sjóðstreymi Fitcloud á Íslandi varð útkoman neikvæð. Sú aðferð tók ekki tillit til þess stökkpalls sem markaðssetning á Íslandi getur veitt Fitcloud til enn frekari stækkunar með því að fara inn á markað í Kaupmannahöfn. Með aðferð raunvilnana var mögulegt að taka tillit til þess að gefnum ákveðnum forsendum og við þá viðbót varð virði verkefnisins jákvætt, og gott betur. Ef ekki hefði verið tekið tillit til þessa möguleika á stækkun hefði arðsömu verkefni verið hafnað. Aðferð raunvilnana þykir því kjörin leið til að virðismeta Fitcloud að teknu tilliti til mögulegri stækkun. Aðferðin gefur skýrari mynd af framtíðarmöguleikum frumkvöðlaverkefna og dregur úr óvissu þeirra. Því meira sem vitað er um framtíðina, því betra er virðismatið. Aðferð raunvilnana er því virðismat sem frumkvöðlar ættu að nota í meira mæli við mat á verkefnum sínum.
    Lykilorð: Raunvilnanir, Frumkvöðlaverkefni, Tvíliðutré, Valréttasamningar

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virðismat á Fitcloud.pdf931.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna