is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18263

Titill: 
  • Greining á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar til Íslands og tillögur að úrbótum: Samanburður á stöðu áhrifamarkaða innan OECD og Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með aukinni alþjóðavæðingu á síðastliðnum áratug hefur umfang fjármagnsflutninga þvert á landamæri aukist jafnt og þétt. OECD mætti þeirri þörf sem var til staðar um samhæfða alþjóðlega viðurkennda mælingu sem gerði kleift að meta umfang þeirra fjárfestingarsamabanda sem eru og munu verða. Innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar nær yfir það fjármagn sem kemur inn í landið í formi fjárfestinga frá erlendum aðila, upp á að minnsta kosti 10% af atkvæðisbæru eiginfé í fjárfestingareiningunni. Þessi ritgerð mun skoða innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar á Íslandi frá 2005‐2012 í samanburði við önnur mæld ríki. Skoðað verður hvernig innflæðið dreifist á starfsgreinar á Íslandi á sama tímabili ásamt því að eigindleg rannsókn verður gerð á mögulegum úrbótum.
    Heildarinnflæði beinna erlendra fjárfestinga til Íslands jókst stöðugt frá 2005 og náði hámarki 2007 þegar innflæðið var um $6.850 milljónir bandaríkjadala en lágpunktinum var náð 2009 með einungis $63 milljónum bandaríkjadala. Við síðustu samanburðarhæfu mælingu eða árið 2012 kom í ljós að minna innflæði var árið 2012 en 2011 eftir að hafa aukist frá árinu 2009. Þær starfsgreinar sem einna helst voru að fá fjárfestingu frá 2005‐2007 voru samkvæmt flokkun OECD fasteigna‐, leigu‐ og viðskiptastarfsemi og fjármála‐ og vátryggingarstarfsemi. OECD setti einnig fram mælingu á hömlum sem tók mið af erlendu eignarhaldi, erlendri skimun, erlendri stjórnun og reksti og hversu mögulegt sé að notast við erlenda lykilstjórnendur. Heildarskor á hömlum Íslands er talsvert yfir meðaltali OECD ásamt því að vera yfir meðaltali allra mælda þjóða. Þegar hver flokkur starfsgreina er skoðaður eru mestar hömlur á sjávarútvegi eða skor upp á 0,612 en hæsta skor sem hægt er að fá er 1, á meðal meðaltal OECD á sjávarútvegi er um 0,258. Einnig eru gríðarmiklar hömlur á framleiðslu og dreifingu rafmagns eða 0,562 á meðan meðaltal OECD er um 0,12.
    Eftir að hafa notast við eigindlega rannsókaraðferð við lýsandi greiningu á gögnum frá sérfræðingum, ráðgjafafyrirtækjum og starfshópi iðnaðarráðuneytisins o.fl. kom í ljós að helstu úrbætur sem koma þarf í gegn í þessari röð er langtímastefna frá stjórnvöldum um hverskyns fjárfestingu Íslendingar vilja til landsins, mótun á hagstæðu og samkeppnishæfu fjármálaumhverfi og að laða fjárfestingu til landsins.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining_á_innflæði_beinnar_erlendrar_fjárfestingar_til_Íslands_og_tillögur_til_úrbóta.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna