is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21808

Titill: 
  • Fæðingarsturlun : orsök, afleiðingar og meðferðarúrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi fræðilega samantekt um fæðingarsturlun er unnin sem lokaverkefni frá Háskólanum á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Tilgangur hennar var að skoða fæðingarsturlun með tilliti til einkenna, orsaka og áhættuþátta ásamt helstu úrræðum sem í boði eru. Þær heimildir sem notast var við eru að mestu leyti erlendar rannsóknir úr erlendum gagnasöfnum þar sem lítið fannst í íslenskum rannsóknum um fæðingarsturlun. Fæðingarsturlun er alvarlegasta form geðraskana sem fram koma í kjölfar barnsburðar en lítið hefur verið rætt um þennan vágest á almenningsvettvangi og jafnvel ekki nóg innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Á sama tíma og mikil aukning hefur verið í umræðu og vitundarvakningu um fæðingarþunglyndi virðast fáir vera meðvitaðir um hvað felst í fæðingarsturlun. Í þessari samantekt er fjallað um algengi og einkenni fæðingarsturlunar, hvað greinir hana frá öðrum geðrænum veikindum sem komið geta upp í kjölfar barnsburðar, hvaða líffræðilegu orsakir eru taldar vera á bakvið fæðingarsturlun og hvaða áhættuþættir ýta undir líkur á að fæðingarsturlun greinist hjá hverri konu fyrir sig. Einnig er skoðað hvernig mæðurnar og nánasta fjölskylda upplifðu fæðingarsturlun og hvaða áhrif ástandið hefur á börnin í upphafi æviskeiðsins. Að lokum er farið yfir þau meðferðarúrræði sem boðist hafa konum með fæðingarsturlun. Niðurstöður samantektarinnar sýndu að ljóst er að fæðingarsturlun er erfið lífsreynsla fyrir fjölskylduna alla þó að mæðurnar nái sér yfirleitt fljótt út úr ástandinu ef skjót greining og meðferð fæst. Til þess þarf þekking og úrræði að vera til staðar. Telur höfundur að þrátt fyrir að sértæk úrræði séu aðgengileg sé enn hægt að gera betur í þjónustu við konur sem upplifa fæðingarsturlun, sérstaklega varðandi skimun og beitingu meðferðarúrræða.

  • Útdráttur er á ensku

    This literature review on postpartum psychosis is a final dissertation essay for a BS degree in nursing from the University of Akureyri. Its purpose was to look at postpartum psychosis with regard to symptoms, cause and risk factors along with the main treatment resources available. The sources utilized are mainly foreign research papers from foreign databases as Icelandic research on postpartum psychosis proved hard to obtain. Postpartum psychosis is the most serious of all psychotic illnesses a woman can experience after giving birth but publicly there has not been a lot of discussion about this difficult condition and even inside the health care system itself the discussion on this topic has not been sufficient. At the same time as we have seen a lot of increase in discussion and awareness on postpartum depression. Not many seem to be aware of what postpartum psychosis entails. This review discusses the prevalence and symptoms of postpartum psychosis, what defines it from other postpartum psychiatric illnesses, which biological causes are considered to be responsible for causing postpartum psychosis and which risk factors increase the likelihood of a woman getting diagnosed with postpartum psychosis. It also looks into the experience of postpartum psychosis as perceived by the women and their close family and how the condition affects the children in their first period of life. Lastly we review the treatment options being offered to women with postpartum psychosis. The conclusions clearly indicate that experiencing postpartum psychosis affects the whole family in a very difficult way although the mother usually recovers fairly quickly with early diagnosis and treatment implementation. For that to happen knowledge and resources must be at hand. The author believes that although specified treatment options are readily available there seems to be room for improvement in the care of women experiencing postpartum psychosis, especially concerning screening and application of treatment options.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 12.5.2055.
Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf207.85 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildir.pdf355.68 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Edinborgarkvarði.pdf31.28 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
EPDS vinnureglur.pdf18.95 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Fæðingarsturlun - lok.pdf910.06 kBLokaður til...12.05.2055HeildartextiPDF