is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22000

Titill: 
  • Vistheimt í þéttbýli - Gróðurfar í Reykjavík og möguleikar til að fjölga innlendum plöntutegundum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í vaxandi mæli er farið að líta á þéttbýli sem vistkerfi. Í því sambandi hefur athyglin beinst að stóru vistspori þéttbýlis og aðferðum til að draga úr því. Markmið þessa verkefnis voru að kanna hvers konar gróðurlendi finnast innan þéttbýlis, hvers konar gróður er ríkjandi á hverju gróðurlendi og kanna mögulegar leiðir til þess að auka líffræðilega fjölbreytni á grænum svæðum. Það eru mikilvæg skref í átt til vistheimtar í þéttbýli. Verkefnið var unnið í tveimur hlutum, annars vegar var gerð rannsókn á gróðurfari nokkurra grænna svæða í Reykjavík og hins vegar rannsókn á leiðum til að fjölga nokkrum innlendum plöntutegundum.
    Gróðurfarsrannsóknin var framkvæmd á 20-45 ha svæðum innan fjögurra misgamalla hverfa Reykjavíkur. Upplýsingar um græn svæði hvers hverfis voru skráðar niður og þau flokkuð niður eftir ríkjandi gróðurfari. Nokkur græn svæði í hverju hverfi og hverjum flokki voru valin af handahófi til gróðurgreininga sumarið 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svæði með tiltölulega fábreyttum graslendisgróðri voru langalgengust á rannsóknarsvæðunum, eða um 77% allra grænna svæða. Tegundaauðgi og tegundafjölbreytni var marktækt meiri á mólendissvæðum en graslendissvæðum en mólendissvæðin voru mun færri, eða rúmlega 8% allra grænna svæða og fundust aðeins í nýrri hverfunum. Því má álykta að til þess að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni á grænum svæðum í Reykjavík sé æskilegt að auka tegundafjölbreytni á graslendissvæðum og varðveita mólendi þar sem það er að finna.
    Rannsóknin á möguleikum til fjölgunar innlendra plöntutegunda beindist einkum að söfnun og prófun fræs nokkurra innlendra plöntutegunda, tilraunum til að sá þeim utandyra og upplýsingaöflun um vistfræðilega eiginleika þeirra. Haustin 2011 og 2012 var fræi nokkurra innlendra plöntutegunda safnað í nágrenni Reykjavíkur. Fræið var spírunarprófað og 20 tegundir voru valdar til notkunar í fjölgunartilraunir. Búin var til sáðblanda úr 12 tegundum sem prófuð var í fimm meðferðum en fræi hinna tegundanna átta var sáð sér í bakka. Fylgst var með spírun og lifun tegundanna yfir sumarið 2013. Hlutfall lifandi sáðplantna var afar mismunandi milli tegunda í sáðblöndunni, frá 0-34%. Lifun og þekja tegundanna sem sáð var sér var almennt betri en tegundanna í sáðblöndunni. Niðurstöður fjölgunartilraunanna ásamt heimildavinnu voru síðan notaðar til að útbúa upplýsingablöð um vistfræðilega eiginleika og notkunarmöguleika hverrar af þessum 20 tegundum. Hægt var að nota aðferðirnar sem prófaðar voru til að fjölga flestum tegundunum og það býður upp á ýmis tækifæri til notkunar þessara tegunda til vistheimtar í þéttbýli.

  • Urban areas are increasingly being seen as ecosystems. In this context, attention has been focused on the big ecological footprint of cities, and how it can be decreased. The objectives of this thesis were to study the vegetation found in green areas and explore possible ways to increase their biodiversity. Those are important steps towards ecological restoration in an urban area. This thesis was carried out in two parts, one was a study of the flora of several green areas in Reykjavík, Iceland and the other was a study of possible propagation methods of several domestic plant species.
    The vegetation study was conducted on 20-45 ha areas within four neighborhoods of different ages in Reykjavík. Information on the green areas found within each neighborhood was documented and they were categorized by dominant vegetation. A few green areas in each neighborhood were randomly selected for vegetation analysis in the summer of 2013. The findings show that relatively homogeneous grasslands were by far the most common in the study area, about 77% of all green areas. Heathland areas had significantly higher species richness and species diversity than grasslands areas but they were less common, just over 8% of all green areas, and they were only found in younger neighborhoods. The study‘s conclusions are therefore that in order to maintain biodiversity in green areas within the city, it is recommended to increase species diversity in grassland areas and perserve existing heathland areas.
    The study of possible propagation methods of several domestic plant species mainly focused on collecting and testing their seeds, doing experiments where they were sown outside and studying their ecological traits. In the autumns of 2011 and 2012, seeds from a few domestic plant species were collected in the vicinity of Reykjavík. Their germination was tested and 20 species were selected to be used in the propagation experiment. A seed-mix, made from 12 species, was tested in five treatments and the seeds of the other eight species were sown individually in trays. Germination and survival of the species was monitored during the summer of 2013. Germination and survival was very different between species in the seed-mix, from 0-34%. Germination and cover of the species that were sown individually was generally greater than of those in the seed-mix. The results of the experiments along with the information gathered on those twenty species were used to make fact sheets about the ecological traits and usage possibilities of each species. It seems that the propagation methods tested here worked for most of the species in the experiments, which indicates that they have some potential for ecological restoration in urban areas.

Samþykkt: 
  • 10.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudruno_msritgerd_loka.pdf8.43 MBOpinnPDFSkoða/Opna