is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22711

Titill: 
  • Að segja satt og rétt frá: Þættir úr fagurfræði Braga Ólafssonar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru skáldskaparfræði rithöfundarins Braga Ólafssonar rædd í ljósi tveggja skáldsagna hans, Hvíldardaga (1999) og Samkvæmisleikja (2004). Í fyrri hlutanum er fjallað ítarlega um frásagnarfræðilega eiginleika Hvíldardaga og þeir greindir með hliðsjón af skáldskaparfræðum Aristótelesar og kenningum Brians McHale og Peters Brooks. Einnig eru textatengsl verksins, meðal annars við skáldsöguna Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson, rædd og sett í samhengi við hellislíkingu Platons. Í síðari hlutanum er fjallað um Samkvæmisleiki í ljósi hugrænnar frásagnarfræði. Staða lesandans er skoðuð með hliðsjón af skrifum Lisu Zunshine um hugarkenninguna og heimildarmyndahæfni auk þess sem kenningar Peters Stockwell um skemu og mót eru nýttar til að gefa hugmynd um hvað það er sem stýrir lestri okkar á skáldsögu Braga. Að lokum er hugað að textatengslum Samkvæmisleikja við verk Þórbergs Þórðarsonar, sérstaklega Íslenzkan aðal og Ofvitann, en tvíbent staða þeirra á mótum sjálfsævisögunnar og skáldsögunnar varpar athyglisverðu ljósi á afstöðu Braga til skáldskaparins.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að segja satt og rétt frá.pdf511.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna