is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2439

Titill: 
  • Framkvæmdaaðgerðir svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana vegna ólöglegra fiskveiða á úthafinu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ólöglegar fiskveiðar á úthafinu er vandamál sem fiskstofnum heims stafar mikil hætta af. Það hefur verið erfitt að stemma stigu við því vandamáli meðal annars í ljósi meginreglnanna um frelsi úthafsins og sérlögsögu fánaríkis á úthafinu.
    Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að svæðisbundnar fiskveiðistjórnunarstofnanir séu meginvettvangurinn fyrir verndun og stjórnun fiskveiða á úthafinu, þ.á m. samþykkt og framfylgd eftirlits- og framkvæmdaaðgerða.
    Einblínt er á framkvæmdaúrræði gegn þeim skipum sem sigla undir fána ríkja sem ekki eru aðilar að viðkomandi stofnun og hafa verið staðin að ólöglegum fiskveiðum á eftirlitssvæði stofnunarinnar.
    Bent er á að þær aðgerðir sem vænlegastar eru til að vinna bug á vandamálinu, þrátt fyrir tilvist ofangreindra meginreglna, sé skráning skipa á svokallaða IUU-lista sem síðan leiða til beitingar hafnríkisaðgerða. Dæmi um slíkar aðgerðir eru bann við komu til hafnar og þjónustu í höfn.
    Farið er ítarlega yfir reglur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) um gerð lista og hafnríkisaðgerðir en þær voru lagaðar að raunverulegum aðstæðum sem áttu sér stað innan eftirlitssvæðis NEAFC. Þær eru strangar og skilvirkar og hefur NEAFC náð góðum árangri í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum á eftirlitssvæði stofnunarinnar.
    Ólöglegar fiskveiðar eru hnattrænt vandamál og því ekki á valdi einnar fiskveiðistjórnunarstofnunar að leysa það. Það hefur því verið hafin vinna á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) til að gera alþjóðlegan samning um hafnríkisaðgerðir. Þegar þessi ritgerð er skrifuð hefur enn ekki náðst endanlegt samkomulag um ákvæði samningsins og er umfjöllunin því grundvölluð á þeim drögum sem þá lágu fyrir.
    Samningsdrögin hafa að geyma grundvallarreglur og lágmarksviðmið varðandi hafnríkisaðgerðir. Þau ganga þó ekki eins langt og NEAFC-reglurnar og er einmitt bent á að það sé helsta áhyggjuefnið varðandi samþykkt slíks samnings, þ.e. að ákvæði hans gangi of skammt. Það er því lögð áhersla á að NEAFC-reglurnar séu gott fordæmi fyrir nánari reglusetningu innan einstakra ríkja, á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana og á hnattræna vísu.

Samþykkt: 
  • 5.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mai_fixed.pdf611.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna