is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24527

Titill: 
  • Vitund og ímynd Adidas, Nike og Under Armour
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn á ímynd og vitund íþróttavörumerkjanna Adidas, Nike og Under Armour. Fyrirtæki sem hanna íþróttafatnað hafa undanfarin ár fært út kvíarnar og hafa nú hafið framleiðslu á íþróttafatnaði til daglegrar notkunar og jafnvel sem tískufatnað. Þetta kemur til af því að fólk er almennt farið að nota íþróttaföt dagsdaglega en ekki einungis við íþróttaiðkun.
    Markmið rannsóknarinnar byggir á því að kanna hvort íþróttavörumerkin séu að koma þeirri ímynd og vitund á framfæri sem þau vilja að neytendur hafi og að staðfærslan sé að komast til skila í huga neytenda. Vitundin var skoðuð út frá því vörumerki sem var efst í huga neytenda. Ímyndin var síðan skoðuð út frá því hversu sterkt eða veikt neytendur tengja mikilvæga ímyndarþætti við íþróttavörumerkin, síðan var skoðað hvort staðfærslan væri að skila sér í ímyndinni. Notast var við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru hálf-stöðluð viðtöl og einnig var send út spurningakönnun.
    Rannsakandi komst að því að vitund vörumerkjanna, Nike og Adidas, er mjög ríkjandi á meðan vitund Under Armour er mjög lág miðað við hin tvö vörumerkin. Ímyndarþættirnir endurspegluðu nokkuð vel þá ímynd sem markaðsstjórar íþróttavörumerkjanna töldu sig vera sterkt tengda við. Aftur á móti komust þeir aðgreinandi þættir sem vörumerkin telja að þau hafi, misvel til skila en einungis Under Armour tókst að aðgreina sig frá Adidas og Nike. Mjög mikið var um sameiginlega þætti í staðfærslu íþróttavörumerkjanna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Úlfarsdóttir Vitund og ímynd Adidas, Nike og Under Armour skemma.pdf562.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna