is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27772

Titill: 
  • Naloxone notkun á sjúkrahúsum. Algengi og áhættuþættir.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkir á sjúkrahúsum eru algengir og eru ópíóíðar afar algengir við verkjastillingu meðalsterkra til mjög mikilla verkja. Viðeigandi verkjamat er áríðandi svo góður árangur náist af verkjameðferð. Verkjameðferðin þarf að taka mið af líkamsástandi sjúklings þegar ópíóíðalyfjagjöf er notuð, þar sem ópíóíðar geta valdið meðvitundarskerðingu og öndunarbælingu, sem valdið getur dauða. Hægt er að snúa við meðvitundarslævingu og öndunarbælingu með naloxone gjöf. Þó er naloxone gjöf ekki gallalaus en aukaverkanir naloxone eru ýmsar og sumar mjög alvarlegar. Það er því reynt að takmarka notkun naloxone eins og hægt er. Hlutverk hjúkrunarfræðinga er mjög mikilvægt, því starf síns vegna geta þeir fylgst með sjúklingnum allan sólarhringinn. Þeirra hlutverk er að meta lífsmörk og líðan sjúklings eftir ópíóíðagjöf og geta þeir því brugðist við í tíma ef áhrif ópíóíða eru óæskileg. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða naloxone notkun á sjúkrahúsum og þá í tengslum við meðvitundarskerðingu og öndunarslævingu af völdum ópíóíðanotkunar.
    Leitað var að rannsóknargreinum á ensku og íslensku í gagnagrunnum Pubmed, Cinahl, Scopus, og Google Schoolar. Sjö rannsóknir fundust, allar frá Bandaríkjunum. Greindar voru sjö rannsóknir þar sem nota þurfti naloxone gjöf við meðvitundarskerðingu og öndunarbælingu. Tíðni naloxone notkunar var 0,53 – 1,3 %. Áhættuþættir fyrir notkun naloxone voru m.a.: Aldur, ofþyngd, kæfisvefn, samhliða lyfjagjöf róandi lyfja, hjarta- lungna- og nýrnasjúkdómar og lengdar skurðaðgerðir. Ástæður naloxone gjafa í rannsóknunum voru fyrst og fremst til að snúa við meðvitundarskerðingu og öndunarbælingu en einnig vegna annarra aukaverkana ópíóíða.
    Lykilorð: Naloxone, ópíóíðar, verkir, verkjameðferð, meðvitundarslæving og öndunarbæling.

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf106.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS._lokaritgerð_HHH.pdf670.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna