is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2887

Titill: 
  • Langtímaafleiðingar grindarbotnsskaða eftir fæðingar
Útdráttur: 
  • Hluti kvenna glímir við afleiðingar grindarbotnsáverka í fæðingum árum saman sem valda margvíslegum óþægindum. Tilgangur verkefnisins var að skoða langtímaafleiðingar áverka sem verða í fæðingum, á grindarbotn og aðlæg líffæri, helstu orsaka- og áhættuþætti og hvort mögulegt sé að draga úr þessum afleiðingum með einhverjum hætti.
    Þvagleki, hægðaleki og sig á grindarbotnslíffærum er það sem truflar daglegt líf kvenna mest og minnkar lífsgæði en í því felst meðal annars félagsleg einangrun, minni starfsgeta og andleg vanlíðan. Algengustu orsaka- og áhættuþættir skaða á grindarbotnslíffærum eru áhaldafæðingar, einkum notkun fæðingatanga, spangarskurðir, lengt annað stig fæðingar, stór börn og fæðing fyrsta barns. Rétt greining á áverkum og vönduð viðgerð á þeim er mikilvægt til að koma í veg fyrir langtímaáhrif, einnig að forðast að stýra konum í rembingshríðum og fæðingarstellingar geta skipt máli. Kröfur kvenna um að fæða með keisaraskurði til þess að komast hjá áverkum á grindarbotn verða æ algengari og í sumum tilfellum kemur það í veg fyrir áverka, en hafa ber í huga að keisaraskurður er stór aðgerð og ekki áhættulaus, því er álitamál hvort hann er réttlætanlegur í þeim tilgangi. Líklega mun aldrei verða hægt að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar grindarbotnsskaða en flest bendir til að hægt sé að draga úr þeim að einhverju leyti.

Samþykkt: 
  • 29.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ingar_fixed.pdf300.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna