is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29491

Titill: 
  • Óttinn við afhjúpun loddarans : kvíði og streita flytjenda í sígildri tónlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að kanna birtingarmynd frammistöðukvíða flytjenda sígildrar tónlistar og bera saman upplifun þeirra við tvö líkön um félagskvíða, annars vegar líkan D. M. Clarks og hins vegar líkan R. M. Rapees og R. G. Heimbergs. Rætt var við fimm flytjendur og voru helstu niðurstöður þær að óttinn við það að koma fram sem tónlistarflytjandi snerist fyrst og fremst um að opinbera fyrir öðrum að maður væri í raun ekki nógu góður tónlistarmaður. Einnig kom fram að kvíðinn ætti oft rætur að rekja til skipulags tónlistarnámsins, sérstaklega á efri stigum; að kvíði hefur truflandi áhrif á einbeitingu og að einkenni hans eru ekki síður líkamleg en andleg. Þátttakendur verkefnisins töluðu einnig um að lifibrauð manns sem listamaður væri í húfi ef flutningurinn gengi illa, að undirbúningur væri lykilatriði til að lágmarka eða koma í veg fyrir kvíða og að í starfsumhverfi sígildrar tónlistar séu gerðar gífurlegar kröfur um færni. Niðurstöðurnar benda til þess að ýmislegt sé sameiginlegt með frammistöðukvíða tónlistarflytjenda og félagskvíða, s.s. það að gera ráð fyrir því að umhverfið og aðrir einstaklingar séu gagnrýnir og líklegt sé að viðkomandi verði metinn á neikvæðan hátt, það hvernig viðkomandi beitir öryggishegðun eða björgunaraðferðum til að lágmarka eða koma í veg fyrir það að standa sig ekki nógu vel og það að sjá fyrir sér hvernig aðrir sjá mann sjálfan í kvíðvænlegum aðstæðum.

Samþykkt: 
  • 30.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerdthordis.pdf674.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna