is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29513

Titill: 
  • Gengið til framtíðar: Rannsókn á aðgangsstýringu Laugavegarins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Auknar vinsældir Íslands sem áfangastaðar má samkvæmt mörgum rannsóknum rekja beint til áhuga ferðamanna á sérstæðri náttúru og ósnortnum víðernum landsins. Í kjölfarið hefur byggst upp stór atvinnugrein umhverfis þessa náttúrulegu yfirburði Íslands á heimsvísu. Þessi mikla fjölgun ferðamanna hefur haft í för með sér stórfelldar breytingar á tiltölulega stuttum tíma sem veldur því að afskekktir náttúrulegir staðir ráða í mörgum tilfellum ekki við hina skyndilegu fjölgun. Einn slíkur ferðamannastaður, gönguleiðin Laugavegurinn að Fjallabaki, hefur notið sífellt meiri vinsælda bæði á meðal innlendra og erlendra ferðamanna og nýlegar úttektir á umhverfi svæðisins benda til þess að haldi sama þróun áfram gæti svæðið umhverfis gönguleiðina borið varanlegan skaða af. Það er því vert að velta upp þeirri spurningu hvort aðgangsstýrandi aðgerðir af einhverju tagi gætu spornað við þeirri þróun og stuðlað að sjálfbærri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Með viðtölum við umsjónar- og stefnumótunaraðila gönguleiðarinnar og svæðisins í kring var lagt upp með að kanna hvort forsendur þeirra samræmdust hugmyndafræði aðgangsstýringar, og hvort slíkar aðgerðir gætu átt þátt í að vinna bug á þeim vandamálum sem myndast hafa vegna fjöldans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að margar af forsendum umsjónar- og stefnumótunaraðila samræmist hugmyndafræði aðgangsstýringar, en til að hægt verði að innleiða slíkar aðgerðir verði fyrst að leggjast í aðgerðir á borð við þolmarkarannsóknir og nánari talningar á ferðamönnum.

  • Útdráttur er á ensku

    Following the increased popularity of Iceland as a location for nature based tourism, multiple researches have pointed to the fact that the increasing interest may stem from the unique and untouched wilderness areas of the country. Over a short period of time, a large tourism sector has developed around these factors and the number of foreign tourists has increased dramatically over this period. This increase has led to areas with underdeveloped infrastructure not being able to cope with the sudden change. One such location, the hiking trail Laugavegurinn, has been seeing an increased number of visitors each year and recent studies have shown that if the trend continues in a similar fashion, the surrounding area may become damaged beyond repair. It is therefore important to start assessing whether principles of visitor management and sustainable development may be applied to stem the tide of an unlimited amount of visitors to this vulnerable area which bases its popularity mostly around pristine natural features. By interviewing representatives of some of the organizations responsible for developing and operating the trail, the goal of this research is to explore the premises of visitor management and see how they match the vision these organizations have for the future development and operation of the trail. The study concludes that many of the premises are in fact the same, and in fact are being looked at as potential solutions. However, before further implementation can take place, a multitude of precursor studies must first take place, such as determining carrying capacity and conducting a detailed visitor count.

Samþykkt: 
  • 1.2.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrólfur og Ísak_leiðrétt uppsetning.pdf703.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS.pdf505.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF