is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30951

Titill: 
  • Frá grænum sveitum til grænnar auðnar : viðbragð í skipulagi Múlahverfis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flestir Íslendingar höfðu lengi framan af búið í sveit og því vanir grænum högum og náttúru í umhverfi sínu. Á tiltölulega skömmum tíma fór Reykjavíkurborg að vaxa úr því að vera lítið samfélag í að vera stórborg á marga mælikvarða og við það minnkuðu tengsl borgarlífs við jaðranna. Ástand húsnæðismála voru slæm fyrir komu hersins en versnuðu enn frekar uppúr miðri 19. öld. Við blöstu úrlausnarefni og áskoranir í skipulagsmálum, landsmenn vildu sjá breytingar og markaði ný hugmyndafræði módernismans upphaf nýrra tíma. Við tóku örar breytingar í skipulags- og samgöngumálum, þar sem áhersla var lögð á tæknileg atriði sem bitnaði oft á fagurfræði og félagslegum þáttum.
    Í ritgerðinni er Múlahverfið haft til hliðsjónar, en Múlahverfi er ein birtingarmynd hugmyndafræðum módernismans. Múlahverfi er umlukið stórum umferðaæðum sem einangrar það frá nærliggjandi svæðum, við það styrkist staða einkabílsins og gangandi og hjólandi vegfarendur verða fyrir barðinu. Múlahverfi er dæmi um útþenslu byggðar, þar sem byggðin einkennist af of stórum lóðum og gisinni byggð þar sem töluverður aðskilnaður er á atvinnu- og íbúðabyggða.
    Þá fjallar höfundur sérstaklega um Múlahverfið út frá sögulegum atriðum í borgarskipulagi og þeim aðferðum sem helst er litið til við skipulag hverfa. Fjallað er um hverfið út frá hefðbundnum tölulegum mælikvörðum, en einnig út frá fagurfræði, notagildi og upplifun höfundar, sem gekk um hverfið og skoðaði m.a. risavaxna garða við fjöleignahús sem nýtast íbúum á takmarkaðan hátt.
    Loks víkur höfundur að borginni og náttúrunni og þeim ávinningi sem það hefur í för með sér fyrir íbúa að njóta útiveru og vera í tengslum við náttúru. Þar eru tækifærin af skornum skammti í Múlahverfi, þrátt fyrir að ekki vanti grænu svæðin.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá grænum sveitum til grænnar auðnar - Viktoría Hrund.pdf4.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna