is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32108

Titill: 
  • Fræðslutrúnaðarmenn á íslenskum vinnumarkaði: Væri ávinningur af fræðslutrúnaðarmönnum fyrir íslenskan vinnumarkað?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gerð var eigindleg rannsókn þar sem leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Væri ávinningur af fræðslutrúnaðarmönnum fyrir íslenskan vinnumarkað? Tekin voru tíu viðtöl við einstaklinga sem starfa að fræðslumálum á Íslandi. Fjórir af þeim höfðu tekið þátt í verkefni þar sem farið var til Bretlands til að kynnast störfum fræðslutrúnaðarmanna. Gerð var tilraun til að koma á fræðslutrúnaðarmönnum á Íslandi að breskri fyrirmynd en það verkefni gekk ekki í þeirri mynd sem það var reynt. Skiptar skoðanir voru á því hvort fræðslutrúnaðarmenn ættu heima á íslenskum vinnumarkaði. Helstu skoðanirnar voru að þeir ættu heima á Íslandi eða þeir ættu ekki heima á Íslandi. Margt hefur verið gert í fræðslumálum frá aldamótum þegar þjóðin vaknaði upp við þann vonda draum að um 35% landsmanna höfðu ekki lokið framhaldsprófi. Sú tala er nú komin niður í um 20%. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var stofnuð og símenntunarmiðstöðvar í kjölfarið með verkfærin til að koma á fræðslu. Um aldamótin var sett í kjarasamninga að atvinnurekendur greiði hlutfall af launum starfsmanna sem fer í starfsmenntasjóði, þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrki. Samhljómur er greinilegur hjá aðilum sem vinna að fræðslumálum og fjármagnið er til staðar, auk þess sem góð samvinna og ánægja ríkir hjá þeim sem starfa í málaflokknum. Allir eru að stefna í sömu átt, eru sammála um menntastefnuna og að við séum síst eftirbátar annara þjóða. Áskoranirnar sem horft er fram á í fræðslumálum eru þó margar. Það sem stóð upp úr og áhersla var lögð á var hvernig sýna mætti fram á ávinning af fræðslu en aðrar áskoranir eru fræðsla í litlum fyrirtækjum, fræðsla til erlendra starfsmanna og starfsmanna í ferðaþjónustu og áskoranir vegna tækniframfara.

Samþykkt: 
  • 9.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð Jóhanna Rúnarsdóttir Háskólaprent.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf209.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF