is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36021

Titill: 
  • Nýting misræmis í innlendri skattalöggjöf milli ríkja til skattasniðgöngu : staða Íslands og væntanleg þróun í kjölfar BEPS átaksins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Alþjóðleg skattasniðganga fyrirtækja er vandamál sem hefur hlotið aukna athygli síðustu ár, þá sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Í lok árs 2013 hóf OECD alþjóðlegt átak í samstarfi við G20 ríkin til að takast á við þetta vandamál og hlaut átakið nafnið „Rýrnun skattstofna og tilfærsla hagnaðar“ (BEPS). Afrakstur átaksins eru 13 aðgerðarskýrslur sem OECD hefur gefið út og tekur hver þeirra á afmörkuðu vandamáli í alþjóðlegum skattarétti. Aðgerðarskýrsla nr. 2 fjallar um tegund skattasniðgöngu sem á ensku kallast „hybrid mismatch arrangements“. Bein íslensk þýðing á þessu hugtaki er illmöguleg, en eðli þessarar tegundar skattasniðgöngu felst í nýtingu misræmis í innlendri skattalöggjöf milli ríkja.
    Aðgerðarskýrslan tekur fyrir fjórar tegundir aðferða sem notast er við í slíkri skattasniðgöngu. Þær tegundir eru blendingsfjármálagerningar (e. hybrid financial instruments), blendingsaðilar (e. hybrid entities), tvíheimilisfastir aðilar (e. dual resident entities) og blendingsyfirfærslur (e. hybrid transfers).
    Markmið ritgerðarinnar var að gera grein fyrir þessari tegund skattasniðgöngu, hvernig framangreindum aðferðum gæti verið beitt gagnvart íslenskum skattalögum og hvers kyns reglur okkur skortir. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir þeim reglum íslensks skattaréttar sem kunna að hafa áhrif á beitingu þessarar tegundar skattasniðgöngu hér á landi. Þar á eftir er kafað dýpra í eðli þessarar tegundar skattasniðgöngu og dæmi tekin um hugsanlega nýtingu þeirra. Að því loknu eru 57. gr. tekjuskattslaga rannsökuð með tilliti til mögulegra áhrifa greinarinnar á þá tegund skattasniðgöngu sem hér um ræðir. Að lokum er fjallað um tillagðar reglur BEPS aðgerðarskýrslu nr. 2 gagnvart þessari tegund alþjóðlegrar skattasniðgöngu, ásamt þeim reglum sem nágrannaþjóðir okkar hafa þegar innleitt.
    Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að íslensk skattalöggjöf hefur ekki að geyma ákvæði sem geta komið í veg fyrir þessa tegund skattasniðgöngu með áhrifaríkum og skilvirkum hætti. Slík löggjöf er hins vegar að öllum líkindum væntanleg samhliða áframhaldandi þátttöku Íslands í BEPS átakinu.

  • Útdráttur er á ensku

    International tax avoidance by corporations is a problem that has received increased attention over the last few years, especially following the economic crisis of 2008. In the year 2013 the OECD launched an international initiative in cooperation with the G20 to tackle this specific problem, the initiative was named “Base Erosion and Profit Shifting” (BEPS). The outcome has been the release of 13 action plan reports by the OECD, each of which tackles a specific problem facing international taxation. Report no. 2 covers a specific type of tax avoidance called “hybrid mismatch arrangements”, which involves taking advantage of mismatches in domestic tax legislation between countries.
    The report covers four distinct types of arrangements used in this type of tax avoidance. They are hybrid financial instruments, hybrid entities, dual resident entities, and hybrid transfers.
    The objective of this thesis was to explain the use of these types of tax avoidance arrangements, explore how they interact with the tax legislation in Iceland and what sorts of legislation is needed in Iceland to tackle these arrangements. The first part of the thesis explores the relevant Icelandic tax legislation pertaining to these types of arrangements. Subsequently the nature of these types of arrangements is explained more thoroughly, using examples of their usage. Thereafter the potential effects of the general anti-tax-avoidance provision in Iceland’s Income Tax Act on these types of arrangements are explored. Finally, the rules suggested by the OECD in report no. 2 to neutralize the effects of hybrid mismatch arrangements are explained, as well as the rules adopted by our neighboring countries.
    The main conclusions reached where that there are no provisions in Icelandic tax law capable of effectively tackling these types of tax avoidance arrangements. Such provisions are however likely to be adopted soon due to Iceland’s ongoing participation in the BEPS initiative.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð skil (DFG).pdf906.12 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
davidfreyrbeidni.pdf435.5 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna