is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42479

Titill: 
  • "Þetta var alltof mikið reipitog því þau voru alltaf að stelast" : símabann í grunnskóla : viðhorf kennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tæknin hefur breyst mikið í gegnum tíðina þegar kemur að farsímum. Núna eru þeir orðnir nauðsynlegt tæki fyrir ungmenni jafnt sem fullorðna. Í þessu verkefni var gerð eigindleg rannsókn þar sem spurningin „Hver er reynsla kennara á unglingastigi á símalausum grunnskóla eða símabanni?“ leiddi rannsóknina áfram. Margir skólar hafa tekið upp stefnuna símalaus grunnskóli þar sem símar eru alveg bannaðir innan veggja skólans. Gagnaöflun fór fram með tvennum hætti. Annars vegar með viðtölum við tvo kennara og hins vegar með spurningalista sem skólastjóri skólans svaraði. Rannsóknin var gerð í skóla sem var með algjört bann í fjögur ár en breyttu skólareglunum síðastliðið haust þannig að ekki eru jafn strangar reglur í dag. Ástæða breytinganna var að skólinn var að koma til móts við óskir nemenda um að leyfa símana aftur. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að kennurunum fannst auðveldara að leyfa símana á tilteknum svæðum á göngum skólans og banna þá í kennslustundum heldur en að þeir væru alveg bannaðir alls staðar í skólanum. Nemendur hafi mikið verið að stelast í símana og kennararnir lýsa því sem lögguleik og reipitogi þegar nemendur máttu ekki taka símana upp. Draga má þá ályktun af rannsókninni að farsælast sé að setja reglur um símanotkun í grunnskólum í sátt við nemendur.

Samþykkt: 
  • 30.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Alexandra Þorsteinsdóttir.pdf114.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð Alexandra .pdf437.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna