is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18632

Titill: 
  • Hefðbundnar grasnytjar á Íslandi með samanburð við Noreg og nágrannalönd
  • Titill er á ensku Traditional uses of native plants in Iceland in comparison to Norway and neighboring countries : an ethnobotanical study.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvar heimildir um íslenskar grasnytjar er að finna og bera saman við grasnytjar í Noregi og öðrum nágrannalöndum. Meðal heimilda um grasnytjar á fyrstu öldum Íslandsbyggðar eru gamlar lögbækur; Grágás og Búalög, ásamt Íslendingasögunum. Eftir það virðist vera gat eða gloppa í heimildagrunninum fram að upplýsingaöldinni, þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson skrifa Ferðabók sína. Frá og með þeim tíma eru til góðar heimildir um grasnytjar á Íslandi. Bent er á að fyrr á öldum var ritun heimilda í höndum menntamanna, presta, sýslumanna og annarra höfðingja meðan grasnytjarnar sjálfar voru að langmestu leyti í höndum kvenna. Því gæti misræmis gætt í raunverulegum nytjum og frásögnum af nytjunum fyrr á öldum. Í ritgerðinni er ítarlega fjallað um mikilvægustu þætti grasnytja; t.d. á hvönn (Angelica archangelica), fjallagrösum (Cetraria islandica) og melgresi (Leymus arenarius).
    Kerfisbundið er farið í gegn um umfangsminni nytjar, eins og til matar og drykkjar. Einnig notkun sem krydds, íblöndunarefnis til að bæta geymsluþol matvæla, og til að drýgja mjöl, kaffi eða tóbak. Ennfremur notkun til lækninga, sem byggingarefni, búsáhöld og verkfæri, til eldsneytis, skreytinga, blekgerðar, í lampakveiki, til að bæta lykt í hirslum og híbýlum, sem mjólkurhleypi og til ullarlitunar.
    Samanburður á grasnytjum á Íslandi, í Noregi og í öðrum nágrannalöndum leiðir í ljós að sumar nytjar eru mjög svipaðar í löndunum en aðrar eru mjög ólíkar. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að ólíkar nytjar megi rekja til náttúrufars á Íslandi og að þær nytjar hafi því trúlega þróast á Íslandi frá landnámi. Fjöldi háplantna í Noregi er um það bil þrisvar sinnum meiri en á Íslandi og hafa landnámsmennirnir því þurft að laga sig að nýjum aðstæðum og mæta nýjum þörfum á nýjum slóðum. Má þar nefna nýtingu á melgresi sem var mikið notað af Íslendingum en Norðmenn nýttu það ekki, enda aðrir valkostir til staðar í Noregi. Nytjar af fjallagrösum eru svipaðar en ólíkar hvað magnið varðar því Íslendingar nýttu fjallagrösin mikið sem kolvetnisgjafa vegna kornleysis en það gerðu Norðmenn hinsvegar ekki. Íslendingar virðast einnig hafa nýtt sér hvönnina í miklum mæli eins og í Noregi en með ólíkum áherslum þó.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to gather information about traditional uses of native plants in Iceland and compare with similar uses in Norway and other neighboring countries. Information about native plant use from the first centuries of settlement in Iceland can be found in old legal texts, like Grágás and Búalög, and in the Icelandic Sagas. After the Saga period virtually no sources are to be found until the Age of enlightenment, with Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar which was published in 1772. Fairly good information of native plant use in Iceland is available from that time to present day. From the earlier part of this period most sources are found in the writings of educated people, as priests and clergymen, sheriffs and other officials, all of which were men. In practice, however, native plant uses was usually in the hands of women. Therefore, there is a possibly for discrepancy between the actual traditional use of the plants and the reported practices. The thesis discusses the most important plant species traditionally used in Iceland, e.g. angelica, (Angelica archangelica), Iceland moss (Cetraria islandica), lyme (Leymus arenarius), describes in detail the most important features of the their uses and compares these with Norway and neighboring countries., Other plant species traditionally used in Iceland are also methodically listed in the thesis and their use discussed. Traditional plant uses discussed in the thesis include consumption as food and drink, spicing, mix with food for storage enhancement or blend with coffee, flour or tobacco in hard times. Plants were used for medicinal purposes, for decoration, as ink, for wicks, as air freshener, as milk rennet and for dying of wool yarn and cloth. Plants were also used as fuel and household and building materials. Comparison of traditional native plant use in Iceland, Norway, and neighboring countries revealed some very similar practices in all the countries while other traditional use of other species was proven to be very dissimilar. The thesis maintains that the differences might be due to natural conditions like climate and the fact that number of vascular plants in Norway is three times greater than in Iceland. Upon arriving in Iceland, the settlers had to meet their needs in a different environment with a different, and more limited flora. Lyme is a good example as it was extensively used in Iceland but not used at all in Norway where there were other plant species giving similar uses, e.g. grains like rye and barley. The methods of utilization of Iceland moss are similar in Norway and Iceland but the quantity used in Iceland was much greater due to the absence of grain and the need for carbohydrates in the Icelandic diet. The utilization of angelica (hvönn) was also much more extensive in Iceland than in Norway and the usage also more diverse

Samþykkt: 
  • 3.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_MS_Gudrun_Bjarnadottir.pdf1.13 MBLokaðurHeildartextiPDF