is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34231

Titill: 
  • Staða og hlutverk þroskaþjálfa í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð beinir sjónum að störfum og starfsumhverfi íslenskra þroskaþjálfa í framhaldsskólum. Ritgerðin felur í sér fræðilega úttekt og eigindlega rannsókn sem byggir á viðtölum við fimm reynslumikla þroskaþjálfa. Flestir þeirra búa jafnframt yfir víðtækri starfsreynslu á breiðum vettvangi. Markmið ritgerðarinnar var að fjalla um faglega stöðu og hlutverk þroskaþjálfans sem fagstéttar í framhaldsskólum með áherslu á hvernig sérþekking þeirra er að nýtast á þessu skólastigi. Skoðaðar eru þær áskoranir sem þroskaþjálfarnir standa andspænis í störfum sínum og hvar þeir sjá möguleikana á sóknarfærum til áframhaldandi starfsþróunar. Eins er fjallað um þær bjargir sem þeir nota til starfsþróunar. Niðurstöður gáfu vísbendingar um skörun við aðrar fagstéttir innan framhaldsskólans og þá sér í lagi sérkennara. Margir hafa sótt sér sérkennsluréttindi en aðrar starfa undir fagheitinu sérkennari án þess að hafa sótt sér kennaramenntun. Þrátt fyrir að flestir þroskaþjálfarnir séu starfandi sem sérkennarar kom ótvírætt í ljós að þeir töldu grunnmenntun sína sem þroskaþjálfa mikilvæga vegna nálgunar sinnar til nemenda og einstaklingsmiðarar hugsunar. Fram kom að þroskaþjálfarnir finna fyrir stéttarskiptingu innan skólans. Einnig töldu þroskaþjálfarnir grunnmenntun sína ekki hljóta náð fyrir augum stjórnenda til þess að eiga tækifæri á því að hljóta stöðuhækkun innan framhaldsskólans. Þroskaþjálfarnir telja hugmyndafræði og sérþekkingu fagstéttarinnar eiga fullt erindi inn í framhaldsskólana þrátt fyrir að þeir standi frammi fyrir þessum áskorunum. Þroskaþjálfarnir sem rætt var við leita víða fanga til þess að efla sig í starfi og til þess að mæta margbreytilegum hópi nemenda í framhaldsskólum.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Kolbrún Ingibergsdóttir .pdf396.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kolbrún Ingibergsdóttir yfirlýsing .pdf90.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF