Opin vísindi

Skortur og heilsa Íslendinga fyrir og eftir bankahrun

Skortur og heilsa Íslendinga fyrir og eftir bankahrun


Titill: Skortur og heilsa Íslendinga fyrir og eftir bankahrun
Höfundur: Jonsson, Stefan Hrafn   orcid.org/0000-0002-9732-9886
Útgáfa: 2014
Tungumál: Íslenska
Umfang: 57-76
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félags og mannvísindadeild (HÍ)
Faculty of Social and Human Sciences (UI)
Birtist í: Íslenska þjóðfélagið;5(2)
ISSN: 1670-875X
1670-8768 (e-ISSN)
Efnisorð: Fátækt; Heilsufar; Íslendingar; Bankahrunið 2008
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/134

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Stefán Hrafn Jónsson. 2014. Skortur og heilsa Íslendinga fyrir og eftir bankahrun. Íslenska þjóðfélagið 5(2), 57-76

Útdráttur:

 
Í kjölfar hruns íslensku bankanna árið 2008 urðu töluverðar breytingar á íslensku samfélagi. Tekjudreifing breyttist þegar kaupmáttur lækkaði mikið í kjölfar falls krónunnar. Á sama tíma minnkaði ójöfnuður m.a. vegna samþjöppunar í efri hluta tekjudreifingar. Í greininni er lagt mat á hugsanleg áhrif þessara breytinga á heilsu fólks. Stuðst er við kenningar um félagslegan samanburð til að greina tengsl milli skorts og heilsu fólks árin 2007, 2009 og 2012 með gögnum rannsóknaraðarinnar Heilsa og líðan Íslendinga. Öll þrjú árin sýna tölfræðilega marktæk samvirkniáhrif milli hlutlægs skorts, afstæðs skorts og mats á eigin líkamlegri heilsu. Þessi samvirkniáhrif breyttust ekki marktækt yfir tíma. Þó að bæði afstæður og hlutlægur skortur hafi aukist milli ára hafa þær breytingar ekki haft áhrif á mat fólks á eigin líkamlegri heilsu. Mögulega hafa áhrif kreppunnar á mati fólks á eigin heilsu ekki komið fyllilega fram. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að bæði í þenslunni fyrir hrun, sem og í kjölfar falls bankanna, eru merkjanleg tengsl milli skorts og heilsu.
 
In the wake of the collapse of the Icelandic banks in 2008, considerable changes were observed in Icelandic society. The national income distribution changed as purchasing power diminished with the collapse of the national currency. At the same time less income inequality is observed, due to compression at the upper tail of the income distribution. In this article, the potential impact of these changes on people’s health is estimated. Based on theories of social comparison, the relationship between deprivation and health is analyzed with 2007, 2009 and 2012 data from the national health study, Heilsa og líðan Íslendinga (Health and Wellbeing of Icelanders). In all three years, statistically significant interactive relationship is observed between absolute and relative deprivation and self-assessed physical health. These interaction effects do not change significantly over time. While both absolute and relative deprivation have increased after the 2008 collapse, people’s self-assessed physical health has not changed nor has the crisis had a direct effect on people’s physical health. However, it is important to note that a significant relationship is observed between deprivation and health, both during economic growth, and after the collapse of the Icelandic banks.
 

Leyfi:

Creative Commons

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: