Opin vísindi

The person-centred assessment tool Hermes: Development and use in rehabilitation nursing

The person-centred assessment tool Hermes: Development and use in rehabilitation nursing


Titill: The person-centred assessment tool Hermes: Development and use in rehabilitation nursing
Aðrir titlar: Persónumiðaða matstækið Hermes: Þróun og notkun í endurhæfingarhjúkrun
Höfundur: Þórarinsdóttir, Kristín
Leiðbeinandi: Kristín Björnsdóttir og Kristján Kristjánsson
Útgáfa: 2018-11
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands (HÍ)
University of Iceland (UI)
Svið: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Deild: Hjúkrunarfræðideild (HÍ)
Faculty of Nursing (UI)
ISBN: 9789935931375
Efnisorð: Person-centred care; Patient participation; Health assessment; Nursing; Phenomenology; Persónumiðuð nálgun; Þátttaka sjúklinga; Sjúklingar; Aðhlynning; Heilsufarsmat; Hjúkrun; Fyrirbærafræði; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/912

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Bakgrunnur: Persónumiðuð nálgun og þátttaka sjúklinga eru grundvallarviðmið í endurhæfingarhjúkrun. Í samræmi við þessi viðmið er mælt með að hjúkrunarfræðilegt heilsufarsmat sé persónumiðað en í slíku mati taka sjúklingar þátt í að meta heilsu sína og væntingar sínar til endurhæfingarinnar. Samt sem áður hefur persónumiðað matstæki í endurhæfingarhjúkrun ekki verið fyrir hendi. Markmið: Meginmarkmið doktorsritgerðarinnar er að lýsa: i) heimspekilegum og fræðilegum hugmyndum og aðferðum sem nýttar voru við þróun persónumiðaðs matstækis í endurhæfingarhjúkrun sem nefnt var Hermes, og ii) innleiðingu og notkun matstækisins í endurhæfingarhjúkrun. Aðferðir: Ritgerðin samanstendur af þremur sjálfstæðum eigindlegum rannsóknum. Í rannsókn I voru 60 eldri eigindlegar rannsóknir samþættar. Í gegnum samþættinguna var gerð gagnrýnin hugtakagreining á persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu en rammagreining (e. framework analysis) var notuð við gagnagreininguna. Rannsókn II var þátttökurannsókn (e. action research) en gegnum hana var matstækið, Hermes, þróað með hjúkrunarfræðingum og innleitt í endurhæfingu með endurteknum ígrundandi hringferlum. Með rannsókninni var kannað hvernig hægt er að þróa matstæki, byggt á fræðilegum og fyrirbærafræðilegum grunni, sem stuðlar að persónumiðaðri þátttöku í heilsufarsmati í endurhæfingarhjúkrun. Þátttendur voru ráðgjafi og 12 hjúkrunarfræðingar í endurhæfingu. Gögnum var safnað með rýnihópa- og einstaklingsviðtölum og endurskoðun á skráningu á Hermes. Gagnagreining var unnin með aðleiðandi innihaldsgreiningu (e. deductive content analysis). Rannsókn III var sértæk vettvangsrannsókn (e. focused ethnography) þar sem kannað var hvernig notkun Hermes getur mögulega stuðlað að persónumiðaðri þátttöku fólks með langvinna verki í heilsufarsmati í endurhæfingu. Þátttakendur voru 14 sjúklingar með langvinna verki í endurhæfingu og fimm hjúkrunarfræðingar þeirra. Gögnum var safnað með þátttökuathugun og hálf-stöðluðum viðtölum og voru gögnin greind með þemagreiningu. Niðurstöður: Meginniðurstöður rannsóknanna voru þær að Hermes stuðlaði að persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í heilsufarsmati í endurhæfingarhjúkrun ásamt því að fyrirbærafræðileg nálgun birtist í matinu. Rannsókn I sýndi að persónumiðuð þátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu er byggð á reynslu sjúklinga, gildum, væntingum og þörfum, og grundvallast á virðingu og jafnræði. Þessi hugtakarammi um persónumiðaða þátttöku sem rannsókn II byggðist á birtist í þremur samþættum stigum. Þau voru: Stig mannlegra tengsla; stig úrvinnslu upplýsinga; og framkvæmdastigið. Í rannsókn II var heilsufarsmatstækið Hermes þróað í gegnum ígrundandi ferli í samstarfi við hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu og í framhaldinu var það innleitt í endurhæfinguna. Matstækið var byggt á fræðilegum og fyrirbærafræðilegum grunni. Meginkostur matstækisins var að það stuðlaði að persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í heilsufarsmati og sjónarhorn þeirra kom sterkt fram í matinu. Þetta gerði það að verkum að hjúkrunarfræðingar skildu betur ástand og aðstæður sjúklinga. Þá gaf Hermes viðtalinu ramma, stuðlaði að samræðu um heilsufarsvanda og auðveldaði mat á árangri af endurhæfingunni. Einnig samræmdist notkun Hermes ýmsum þáttum í hinum fyrirbærafræðilega bakgrunni. Í rannsókn III kom í ljós gagnsemi Hermes sem matsaðferðar við að meta áhrif langvinnra verkja á sjúklinga. Niðurstöður sýndu hvernig notkun Hermes stuðlaði að styðjandi tengslum og samræðu milli sjúklinga og hjúkrunarfræðinga sem var opin og með túlkandi ívafi. Með þessu móti myndaðist skilningur á veikindunum og aðstæðum sjúklinga sem gat verið hjálplegur við að koma til móts við heilsufarsleg áhyggjuefni. Í heildina stuðlaði Hermes að persónumiðari þátttöku sjúklinga með langvinna verki í heilsufarsmati og nýtingu fyrirbærafræðilegrar heimspeki við heilsufarsmat í hjúkrun. Ályktanir: Þróun og notkun Hermes stuðlaði að persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í endurhæfingu. Því er matstækið talið nýtilegt í endurhæfingarhjúkrun. Einnig er mögulegt að matstækið sé gagnlegt á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að styrkja fræðilegan grunn matstækisins með frekari rannsóknum.
 
Background: Person-centredness and patient participation are central ideals in nursing rehabilitation practices. In line with those ideals, a person-centred nursing assessment is advocated: namely, assessment through which patients participate in assessing their health and their preferences for rehabilitation. Yet a person-centred assessment tool for such patient participation has hitherto been lacking in rehabilitation nursing. Overall aim of the thesis: To describe: i) the philosophical and theoretical background and methods used in the development of a person-centred health assessment, named Hermes, for use in nursing rehabilitation, and ii) the integration and use of the tool in rehabilitation. Methods: This thesis consists of three interdependent conceptual and qualitative studies. Study I constitutes an integrative review of 60 qualitative studies through which an ideal (person-centred) participation in health care is critically analysed via framework analysis. Study II is an action research study, depicting the process through which 12 nurses in rehabilitation and a consultant participated in developing the tool. It explores how a theoretically based assessment tool, underpinned by phenomenology, can be developed for enhancing a person-centred approach to the participation of patients in nursing assessment and care planning in rehabilitation. Data were collected by focus-group and individual interviews and observation of the documentation on the tool. Data were analysed through framework analysis. Study III is a focused ethnographical study. It explores the feasibility of using the assessment tool Hermes, developed in Study II, to enable a person-centred approach to the participation of patients with chronic pain in their health assessment at admission in rehabilitation nursing. Participants were 14 patients with chronic pain and their five nurses. Data were collected by participant observation and semi-structured interviews, and analysed through thematic analysis. Results: The main results of the studies were that Hermes facilitated a person-centred approach to health assessment in nursing rehabilitation and that the philosophy of phenomenology was satisfactorily operationalised in such assessment practice. Study I illustrated that person-centred participation in health care is based on patients’ experiences, values, preferences and needs, in which respect and equality were central. This concept which informed Study II manifested itself through three intertwined phases: the human connection phase, the phase of information processing and the action phase. In Study II, the trajectory through which the assessment tool Hermes was developed, in collaboration with nurses in rehabilitation and subsequently adopted into practice, emerged. During this process, its theoretical and phenomenological grounding was fine-tuned. The main advantage of the adoption of the tool into practice was that it enhanched the participation of patients in health assessment and their perspectives became salient in the assessment. This in turn promoted nurses’ understanding of the patients’ situations. Furthermore, Hermes was helpful in structuring the assess interview, discussing health issues of concern and in the evaluating progress. In addition, through the use of the tool, several aspects of its phenomenological grounding were supported. In Study III, the benefits of using Hermes as a method to assess the impact of chronic pain on patients were revealed. The findings demonstrated how the application of Hermes allowed for the development of a supportive connection and dialogue between nurses and patients that was open and interpretive. This generated an understanding of the illness situation and discussions about ways to adjust to health issues of concern. In summary, Hermes facilitated person-centred participation of patients with chronic pain in their health assessment and operationalised a phenomenological philosophy in nursing assessment in rehabilitation. Conclusions: Through the development and use of Hermes, the ideal of person-centred participation in rehabilitation nursing was facilitated. Thus, the tool is regarded as feasible for general use in nursing rehabilitation. Moreover, it could have potential relevance for other health-care settings. Further studies are needed, however, for evaluating its use in alternative settings.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: